Þess bið ég þjóðina

Sýnum þessari minnihlutastjórn skilning og stuðning, þess bið ég  þjóðina. Mér sýninst hún vera málefnaleg og ætla sér góða hluti og það sem meira er þá hefur hún vit á að biðja um hjálp þar sem hún telur að aðrir séu henni betur til fallnir að leysa vandann. Það er frábært að fá inn tvo ráðherra sem eru ekki úr röðum forystu þessara flokka. En munum að hún er að vinna við skelfilegar aðstæður, bæði er þjóðfélagið og fjármál landsins ekk burðug og ekki heiglum hent að vera minihlutastjórn við þessar aðstæður. Þau verða að reiða sig á pólítíska andstæðinga sína um að koma málum sínum í gegnum þing. Maður hefði nú haldið að á tímum sem þessum væru pólítíkusar þessa lands yfir það hafnir að togast á um eiginhagsmuni sína og skjólstæðinga sinna en svo virðist því miður ekki vera. Ég hef eftir alveg hreint skelfilega áreyðanlegum heimildum að í gangi séu plott vinstri og hægri hjá framsóknar og sjálfstæðismönnum um hvernig meigi nota þennan stutta tíma fram að kosningum til að koma höggi á vinstri flokkana, sína fram á að þeim sé ekki treystandi fyrir stjórn landsins og ná aftur völdum. Og kannski ekki von, í skjóli þessara flokka hafa auðmennirinir okkar, snillingarnir sem settu okkur á hausinn komist í sínar álnir og fengið að haga sér eins og komir hefur í ljós undanfarið, í næstum 20 ár!  Það liggur vissulega mikið undir að geta haldið því partýi áfram. Framsókn með S hópinn og co á bak við sig og sjálftæðismenn rest (nema Jón Ólarfs og Baug er það ekki, sem tilheyra samfykingunni að mér skilst)virðast ekki hafa nein áhuga á að sleppa hér tökum svo létt. Það virðist því miður svo að flest af þessu liði hugsi meira um eigin hag en þjóðarinnar, eins og berlega hefur komið í ljós, fyrir þeim liggur verðgildi okkar í því hvað við erum góðir neytendur og skattþegnar, ekkert annað.

Ég bið fólkið heima að ætla þessari stjórn ekki að vinna kraftaverk á þeim þremur til fjórum mánuðum sem hún lifir og MUNA! EKKI GLEYMA því ástandi sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sköpuðu hér með hjálp skjólstæðinga sinna, eða trúa þeim fagurgala sem verður viðhafður þegar nálgast kosningar. 

Ég tek ofan fyrir Steingrími og hans fólki að skorast ekki undan ábyrgð á þessum erfiðu tímum. Hans flokkur og frjálslyndir kannski, eiga minnsta sök á því hverning komið er. Ég hef aldrei heyrt um að neitt auðvald standi á bak við Vinstri-Græna, enda myndi ég ekkert skilja í þeim auðmanni sem reynda að gera atkvæði sitt gildugt innum dyr vinstrisinnaðs umhverfisflokks. Munum að VG hefur staðið vaktina og hrópað varnaðarorð gegn þessu ástandi gegnum árin. Steingrímur kom með hugmynd að þessu stjórnarfyrirkomulagi fyrir síðustu stjórnarmyndunarviðræður og þá þótti framsókn hún fráleit. Nú hins vegar sjá þeir möguleika á að hafa áhrif og geta sett skilyrði fyrir sína hagsmunaðila. 

Ég vil sjá nýtt og ferskt stjórnmálaafl á Íslandi, ómengað að innbyrðis deilum, sandkassaslagsmálum og pólítískum flokkadráttum. Ólitað af kolkrabbanum, S-hópnum, götustrákunum, Ice og group og hvað sem þetta heitir allt saman. Hreinsum þetta lið út!

Slíkt afl ætti að mynda ríkisstjórn eð VG, þá gæti miðlað af sinni pólítísku reynslu (ekki pólítískri slægð eða undirferli) til þess nýja og ferska fólks sem inn kæmi.

Ég hef áhyggjur af þjóð minni. Hún hefur alltaf verið fljót til. Fljót til að hjálpa, fljót til að vinna, fljót til að skemmta sér, fljót til að GLEYMA og fljót til að trúa. (Hver man ekki eftir því þegar framsókn bætti við sig 10% fylgi um árið á síðustu metrunum með að lofa fíkniefnalausu Íslandi og 30000 tonna þorskkvóta sem var aldrei til)

Stöndum í lappirnar og sjáum í gegnum erfiðleika þessarar stjórnar og það lýðskrum sem verður viðhaft fyrir næstu kosningar.

 Hægri menn hafa fengið 17 ár, gefum félagshyggjuflokkunum meira en 4 mánuði

Áfram Ísland


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm afhverju í ósköpunum ætti að sýna þessari ríkisstjórn meiri skilning en þeirri fyrri ef hún stendur sig ekki?

ég segi veitum henni aðhald og höldum áfram að mótmæla ef við erum ekki sátt, enginn ástæða til að þau fái að sitja í einhverjum vinnufriði!

eru allir hættir að krefjast breytinga þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð?

erum við til í að sitja í sömu súpunni bara af því það er búið að setja nýtt fólk í bílstjórasætið?

ég segi nei takk!

br (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:25

2 identicon

Góður pistill.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband